Jólaskrautið

… sem að ég sendi til hennar Öbbu eru komin á leiðarenda svo að ég get deilt með ykkur hvað það var sem að ég saumaði handa henni. Hún fékk einn af vettlingunum sem að ég gerði frá Mill Hill og svo saumaði ég jólasvein í pappa og setti segul aftaná:

Image hosted by Photobucket.com

Ég á ennþá eftir að fá frá mínum vini, en ég veit ekki hver það er. Ég fékk Mio til að hjálpa mér við þetta því að alltaf þegar ég hef verið með svona leiki hef ég gert þetta sjálf og þá veit ég alltaf hver sendir mér og það er ekki eins gaman. Svo að ég hlakka mikið til að sjá frá hverjum ég fæ mitt skraut 😀

Annars er ég bara að taka til í dag, því að ég bauð stelpunum úr Allt í kross í saumaklúbb heim til mín í kvöld. Svona smá hittingur fyrir jólin. Ætla að bjóða uppá piparkökur og kaffi, kók og saltstangir. Og auðvitað saumaskap!

Christmas decoration exhchange!

The woman that I stitched for, Abba, receaved the package that I sent her so now I can share what I did. I sent her one of the Mill Hill mittens and then I stitched the sante on perforated paper and made it into a magnet. I like how it turned out and she seemed happy about it.

I haven’t receaved my package yet, but I can’t wait to see it. For once I do not know who is sending to me since I usually manage these exchanges, but this time I got my BF Mio to help me out so he arranged this exchange (after I explained it to him) so now I am even more excited than usual.

I have spent the day cleaning since my stitching group is meeting at my house for a stitching night. I can’t wait to see them a little before Christmas comes!

7 Comments

Filed under Uncategorized

7 responses to “Jólaskrautið

 1. Juul

  “Santa stitch, is coming to your mailbox, … very soon”
  Watch that mail elf, he’s bringing presents!

  Juul :o)

 2. Dagný Ásta

  æj hvað jólasveinninn er sætur 🙂
  sniðugt hjá þér að fá Mio til að redda leiknum 🙂

 3. deibpia

  Takk fyrir kvöldið, það var svo gott að komast aðeins út og meiriháttar að hitta alla!

  Rosalega sætur jólasveinasegullinn sem þú gerðir og vettlingurinn auðvitað æði 😀

  Gott hjá þér að fá Mio til að hjálpa þér svo þú fáir smá suprise líka!!!

 4. Rósa

  Ég er voðalega montin að hafa fengið að sjá (og koma við 😉 ) þessi skraut og þau eru klikkað flott, bæði. Ég varð alveg ofsalega hrifin af vettlingnum (auðvitað) og segullinn er æðislega sætur, bara ein spurning, hvernig seturðu segulinn aftan á? Og spurning tvö (bónus sko 😀 ) hvar getur maður keypt svoleiðis?

 5. Litla Skvís

  Juul: Oh I can’t wait!! 😀

  Dagný: Takk fyrir! Já, mig langar alveg stundum að fá smá surprice líka ;o)

  Rósa Tom: Takk sömuleiðis ástin mín. Bara best að fá ykkur mæðgur í heimsókn, eins og ALLTAF!

  Rósa B: Hehe, takk fyrir. Ég límdi bara filt/felt aftaná og svo límdi ég segulinn á það. Bara með UHU límstifti. Getur notað nánast hvaða lím sem er. Og ég fékk þessa segla í Völusteini en hef séð þá líka í Föndru :o)

 6. Asdis

  Takk kærlega fyrir mig í gærkvöld, það var ágætis hvíld fyrir sálina að komast í saumó! Karítas og Sóley voru algjör gull, svo gaman að fá að máta þær 😀

 7. Hafrún Ásta

  Já það var æðislegt að komast í smá hitting. Rosalega eru þetta flott skraut! Já það er skemmtilegra þegar allir eru jafn spenntir. Hlakka einmitt mikið til að senda mína út. Rosalega eru Karítas Árný og Sóley Birta miklar dúllur og ekki amalegt að fá tvær svona krúsínur til að kreista og máta og knúsast. Takk fyrir mig allar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s