Það var…

… mikið gaman og gott að fá stelpurnar í saumó í gær. Ég var svo dugleg að taka til áður en þær komu að ég get leyft mér að sitja og taka því nokkuð rólega í dag. Svona á milli þess sem að ég set í þvottavél og sinni barninu. Svaf samt eitthvað illa og er smá þreytt, en það er allt í lagi þar sem að ég á vonandi rólegan dag fyrir höndum.

Karítas fannst rosa gaman að fá allar þessar konur í heimsókn í gær og þegar þær voru farnar þá sat hún í fanginu á mér og horfði með undrunarsvip á tómu stólana og sagði “uh uh” eins og hún væri að furða sig á því hvar allar fínu konurnar voru! Hehehe, ferlega fyndið!

Og Kiddi, bróðir Mio, kom víst frá USA í morgun. Vonandi er hann með pakkann minn með silkiþráðunum, tölunum og hinu góðgætinu mínu!!! Ég get ekki beðið eftir að prófa að sauma með silki!

Jæja, ætla að reyna að vera dugleg að sauma í dag. Er alveg komin með nett ógeð á þessari mynd sem að ég er að gera, sérstaklega eftir að ég þurfti að rekja upp.

4 Comments

Filed under Uncategorized

4 responses to “Það var…

 1. GYÐA

  hÆ SYSTA
  KJÓSA SNORRA Í IDOL Í KVÖLD!!!!!!

 2. Litla Skvís

  Hæ Krútta.

  Hver er Snorri?
  Ég kýs hann bara ef mér finnst hann góður sko ;o)

 3. Anonymous

  þér finnst hann góður ég ætla að hringja í þig eftir á og fæ að vita hvað þér finnst, hann verður bestur!!!!!!!!!!!! en hann er kærasti Ingu, vínkonu okkar Eygloar

 4. Ágústa

  Takk fyrir mig í saumó í gær þetta var alveg roslega fínt að komast smá út.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s