Ég vel alltaf…

… besta tímann til að verða veik!

Já, snilld að eiga eftir að gera ALLT fyrir jólin og verða svo veikur! Er með ógeðslega mikið kvef (skil ekki hvaðan allt þetta slím kemur) og beinverki. Er ekki með hita samt, sem betur fer! Ég verð svo ómöguleg þegar ég fæ hita. En já… þetta byrjaði aðeins eftir brúðkaupið á laugardaginn, ágerðist svo í gær og núna er ég ógurlega lufsuleg.

Verð að hrista þetta af mér, ég á eftir að versla ALLAR jólagjafirnar!

En ég kláraði að sauma síðustu jólagjöfina sem að ég ætla að búa til þetta árið í gær. Tókst bara nokkuð vel! Skelli inn mynd hérna við tækifæri.

Jæja, ég ætla að fara að bryðja c-vítamín eða eitthvað.

Eitt enn!

Til hamingju með daginn Aldís Agla!

6 Comments

Filed under Uncategorized

6 responses to “Ég vel alltaf…

 1. Asdis

  Ég vona að þú verðir ekki drulluveik eins og margir eru reyndar búnir að vera undanfarið. Fáðu þér c-vítamín, sólhatt, kamfóru á bringuna, og hmmm mér dettur ekkert meira í hug akkúrat núna.. nema kannski bara að pakka þér inn í bómull í dag og vonast til þess að kvefið hræðist úr þér!

 2. deibpia

  æji elskan mín…
  Ekki gott að heyra.. en vonandi verður þetta bara sólarhringspest og þú getur komið þér í það sem þarf að gera.
  En það er ekki heimsendir ef ekki allt gengur upp.. því jólin snúast víst ekki um pakka 😉
  Heilsan er mikilvægari.. mundu það og farðu obboslega vel með þig..
  **knús og fuuuult af batnaðarstraumum**

 3. Hafrún Ásta

  og sólhatt til í svona uppleysanlegu formi svínvirkar. Vonandi batnar þér fyrir jól *KNÚS* :o)

 4. Hafrún Ásta

  Linda vinkona mín var sækja um í grúppuna okkar joninaedda_74 nennirðu að samþykkja hana hún á eftir að verða húkkt.

 5. Gyða syst

  Eg ætla að byrja á að verða með leiðindi og segja ykkur stelpur að nújustu rannsóknir benda til að Sólhattur virkar ekki á kvef en það getur byggt upp ónæmiskerfið ef hann er tekinn reglulega (sem sagt í dáldin tíma fyrir), það sem ég myndi gera er að fá mér te blöndu með blóðberg, garðablóðberg, engifer og piparmynta svo er eithvað af þessu líka til í töfluformi.. En hringdu í mig ef þér vantar að láta passa Sumarrós! LÁTU ÞÉR BATNA

 6. Sonja

  Það hefur virkað vel fyrir mig að sjóða engifer (skera niður nokkra sneiðar) og hvítlauk, bæta svo hunangi útí og setja svo sítrónu útí rétt undir lokin.

Leave a Reply to Sonja Cancel reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s