Jólagjafa innkaupin…

… standa sem hæst! Fórum í gærmorgun og redduðum nokkrum gjöfum. Vorum í Kringlunni áðan og redduðum fleirri gjöfum. Svo urðum við að fara heim því að það var bara ekki séns að fá Karítas til að drekka almennilega í þessum hávaða og mannfjölda. Þó svo að ég lokaði og læsti okkur inni á skiptiaðstöðunar/fatlaða (af hverju er þetta sett í sama herbergið? skrítið!) því að þar var jólatónlist frekar hátt stillt og hún lætur svona hluti trufla sig alveg óskaplega. Svo að við brunuðum bara heim og núna er Karítas búin að drekka og er núna sofandi.

Mio fór aftur í Kringlunna (hugaði maðurinn!!!) og ætlaði að redda restinni af gjöfunum. Ég verð að viðurkenna það að ég er afskaplega þakklát fyrir það að hann hafi farið og að ég sitji bara heima. Er að pakka inn pökkum í huganum ;o) Er aðeins að taka til og svona, sjá hvort að maður sé nokkuð að gleyma einhverju.

Ég rammaði inn helling af myndum sem að ég hef saumað í gær og ætla að gefa í jólagjafir. Koma bara nokkuð vel út þó svo að ég segi sjálf frá! Set inn myndir af þessum herlegheitum eftir jólin :o)

Jæja, ætla að vaska upp og reyna að gera hreint hérna!

3 Comments

Filed under Uncategorized

3 responses to “Jólagjafa innkaupin…

 1. Hafrún Ásta

  Hugaði Mio hehe heppin þú.

 2. deibpia

  en hvað þið eruð dugleg!!! 😀
  ömurleg aðstaðan þarna fyrir mjólkandi mæður og alveg ótrúlegt hvað það þarf að vera mikil hávaði.
  Góður Mio og fara að klára innkaupinn..
  En hvernig er að pakka inn í huganum… ég þyrfti að læra þá aðferð 😉

  en Linda… ertu orðin hress?

 3. Litla Skvís

  Hafrún: Já hann er hugaður þessi elska ;o)

  Rósa: Já það er glatað að reyna að gefa börnum brjóst í Kringlunni :-/ Ég reyni það amk ekki aftur. Pakka inn í huganum er svona meira að ákveða hvernig pakkarnir eiga að vera ;o) Manni verður ekkert mikið úr verki, en maður getur leikið sér aðeins…

  Hress?… þarf maður þess eitthvað? Þessi skítur virkar voða fastur í mér eitthvað :-/

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s