Svoooooo…

… þreytt! Og ennþá veik!

Ef það væri ekki fyrir Mio þá væri ég dauð! Hann fór í Bónus í dag og keypti ALLT sem okkur vantaði. Hann fór líka og kláraði jólagjafakaupin, hann dundaði í jólagjöfum, heimatilbúnum, prentaði jólakortin (sem að verða milli jóla og nýárs kort á þessu heimili) og er bara dásamlegur!
*RISASTÓRKOSSTILMIO*

Ég pakkaði inn gjöfum. Snýtti mér 13980385809898 sinnum og hóstaði álíka oft. Reyndi að hafa ofanaf fyrir einni spenntri 6 ára (sem að er þó furðu róleg) og einni 3ja mánaða sem að vildi EKKERT sofa í allan dag.

Og takk elsku besta sætasta DúDú Fanney systir fyrir að koma og hjálpa mér með Karítas! Og takk elsku besta sætasta Krútta Gyða systir fyrir að hafa verið með Sumarrós í gær og leyft henni að gista! Henni fannst SVOOOOOOO gaman hjá Gyðu frænku 😀

En… sturta, og svo svefn. Þarf að ÞRÍFA húsið á morgun og breyta og færa hluti til að koma jólatrénu fyrir!!

6 Comments

Filed under Uncategorized

6 responses to “Svoooooo…

 1. deibpia

  æji elskan mín, ekki gott að heyra að þú sért ennþá veik..
  en ekki draga það of lengi að láta kíkja á þig!!!

  Það er gott að heyra að Mio er búin að vera duglegur að gera það sem þarf að gera og systur þínar eru búnar að létta undir með þér…

  Vona að þú hafir sofið betur í nótt og þér sé farið að líða betur…

  *stórt knús frá okkur*

 2. Lára

  Ég Finn Til Með Þér Að Þurfa Vera Veik Á Þessum Tíma. 😦 Seinasta Ár Var Ég Veik Frá Miðjum Desember Og Fram Í Byrjun Janúar. Fékk Allar Pestir Sem Voru Að Ganga.

  Annars Óska Ég Þér Gleðilegra Jóla.

  Kv. Lára

 3. Katrín

  Æ, það er svoooo leiðinlegt að vera veikur á jólunum, lenti í því í fyrra. Vona að þér batni fljótt og getir átt ánægjuleg jól með fjölskyldunni þinni.
  Jólakveðja, Katrín (allt í kross)

 4. Hafrún Ásta

  Batnaðarkveðjur til þín Linda mín og knús til ykkar allra. Gleðileg jól og vonandi verða þau yndisleg í alla staði.

 5. Gyða syst

  gaman gaman, nú eru jólin að koma, það verður skríið að hafa þig ekki hjá okkur á aðfangadagskvöld, en ég kem með pakka til þín á morgunn og knúsa ykkur fast!!
  Sumarrós er alltaf velkominn, ég bið að heilsa henni
  Sjáumst :0*

 6. Asdis

  Fékkstu þér ekki skötubita í gær? Sagan segir að hún rekir allir pestir úr manni. Ég fékk mér bita og táraðist aðeins yfir honum! Vonandi líður þér betur sem allra allra fyrst svo þú getir notið jólanna. Knús!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s