Ilmurinn úr eldhúsinu…

… er svo lokkandi. Af því að ég er að sjóða hamborgarhrygginn fyrir kvöldið. Er með símann í annari hendi, tilbúin að hringja í mömmu eða tengdó ef ég er eitthvað óviss um eitthvað…. voðalega stressuð yfir því að ég eigi eftir að klúðra þessu, en ég held samt ekki, hef fylgst með mömmu gera þetta svo oft :o)

Við Sumarrós skreyttum jólatréð í gær og það er bara voða fínt hjá okkur. Fylltum húsið af grenilykt og ég komst loksins í jólaskap. Kvefið er að fara smám saman og ég er ekki slöpp lengur, sem betur fer. Sumarrós var eins og engill í gær og ekkert jólastress í gangi hjá henni. Kertasníkir kom svo með rafmagnstannbursta handa henni í skóinn og hún var ekkert lítið ánægð með það!

Sumarrós og Mio eru að gera sig tilbúin að fara í pakkaútkeyrslu. Veit samt ekki hvernig við eigum að koma fleirri pökkum undir jólatréð. Við verðum 8 hér í kvöld. Ég og Mio, Vilborg, Kiddi, Valgeir, Ben, Sumarrós og Karítas :o)

Linda, Mio, Sumarrós og Karítas Árný óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla! Hafið það gott með ástvinum ykkar og njótið þessarar hátíðar og ljósunum sem að henni fylgja.

GLEÐILEG JÓL!

4 Comments

Filed under Uncategorized

4 responses to “Ilmurinn úr eldhúsinu…

 1. Hafrún Ásta

  Gleðileg jól öllsömul og takk fyrir skemmtilegt saumaár er að hugsa um að bjóða ykkur heim milli jóla og nýárs eða strax á nýju ári.

 2. deibpia

  Gleðileg jól elskunar mínar..
  Vona að þið njótið ykkur í botn og ég hlakka til að sjá ykkur eftir hátiðirnar

  ******knús og kossar*****

 3. Rósa

  Gleðileg jól 🙂

 4. Juul

  Merry Christmas!
  Juul :o)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s