Júlen júlen…

… eru búin að vera SVO yndisleg! Ég klúðraði ekki hamborgarhryggnum! 😀
Maturinn var æðislegur og við átum á okkur gat. Sumarrós tapaði sér aðeins í pakkageðveikinni af skiljanlegum ástæðum. Ég hef ALDREI séð svona mikið af gjöfum áður. Þetta var bara rugl! Ég reyndi eins og ég gat að fylgjast með hvað hún fékk frá hverjum, en það fór svona ofan garðs og neðan þar sem að ég var náttúrulega líka að sinna Karítas. En ég held að Mio hafi náð því sem að ég náði ekki.. eða við skulum vona það.

Ég fékk líka helling af fallegum gjöfum.
Pils, peysu og nýja sæng frá Mio.
Náttföt, Verónika ákveður að deyja og leðurhanska frá tengdó.
Wok pönnu og restina af barbapabba fjölskyldunni frá mömmu og pabba.
Harry Potter 5 og mynd frá Fanney systur
One minute manicure og hníf og bretti frá Gyðu systur
Kertalukt frá Önnu og Wolf
Konfekt, sápu og krem frá Mónu
Geisladisk frá Kidda
Svona sódavatnssprautudæmieitthvað (erfitt að útskýra) frá Valgeiri
og örugglega eitthvað fleira sem að ég er ekki að muna í augnablikinu enda er ég ennþá eitthvað hálfdofin eftir allt þetta át!

Og við erum að fara upp til tengdó í lax og HUMAR á eftir! Ég get ekki beðið! Er búin að vera að láta mig dreyma um humar á langan tíma *slef*

Ætla aðeins að grípa í prjóna þangað til 😀

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Júlen júlen…

  1. Hafrún Ásta

    HUMAR nammi namm verði þér að góðu …

  2. deibpia

    Gaman að heyra að jólamaturinn kom vel út hjá þér (ég vissi sko alveg að þú gætir þetta.. enda góður kokkur) og að þið hafið notið jólanna.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s