Monthly Archives: December 2005

Blöh!

Þessi morgun var frekar efiður.

Stóra stelpan mín var sko ekki sátt við eitt né neitt. Hún vildi ekki epli í skólann. Hún vildi ekki borða morgunmat. Hún vildi fá peysu. Svo kom ég með peysu og þá var hún ekki nógu góð. Hún vildi fá endurskinsmerkin sem að hún gleymdi í bílnum hennar Gyðu systir. Það var ekki nóg að Gyða kæmi að sækja hana í skólann í dag og hún fengi þau þá, nei nei, Gyða átti að koma NÚNA með þau handa henni og keyra hana í skólann. Hún vildi taka dúkkulísurnar sem að Stúfur kom með handa henni með í skólann. Og á leiðinni í skólann var hún kvartandi yfir því að við tókum ekki Karítas með. LOL! Það er ekki eins og hún sé vön því að Karítas komi með þegar hún er keyrð í skólann. Æji, ég vona að skapið hjá henni skáni yfir daginn.

Ég gerði villu í myndinni sem að ég er að sauma og nú þarf ég að rekja upp og ég er sko EKKI að nenna því! Ætla samt að drífa í því, illu er best aflokið! Svo er saumó hjá mér á morgun! Hlakka mikið til að hitta stelpurnar aðeins fyrir jólin.

4 Comments

Filed under Uncategorized

Harry Potter 3…

… var æði, að sjálfsögðu. Veit ekki hversu oft ég hef séð þessar myndir, en ég fæ bara ekki leið á þeim. Hlakka ógeðslega mikið til að fara á nr.4 í bíó! Stefnan er tekinn á milli jóla og nýárs með Mio, Bjarka frænda og Sigurjóni frænda.

Smá mont!!
Mér hefur tekist að fá Karítas til að sofna kl.9.30 tvo daga í röð! Og sefur hún alveg samfleytt til morguns 😀 Þvílíkur munur frá því að hún var að vaka til kannski 1-3 á næturnar. Nú hefur maður allavega smá tíma fyrir sjálfan sig á kvöldin 😀

Jæja, ætla að koma sjálfri mér í háttinn.

Og að lokum…..

Allsber kall, allsber kall, dingalingaling!

Hahahaha!

2 Comments

Filed under Uncategorized

Litla bumbulínan…

… heldur áfram að þyngjast vel. Við vorum með hana í 3ja mánaða skoðun og sprautu áðan og hún er orðin 5970 grömm og 59,7 cm. Svo fékk hún sprautuna í rassinn og rétt aðeins gólaði fyrir lækninn og svo var það búið.

Sumarrós er orðin hitalaus, en ég hélt henni samt heima í dag. Hún fer í skólann á morgun bara.

Bjarki og Sigurjón komu í gær og við horfðum á Harry Potter 1 og 2. Þriðja myndin verður tekin í kvöld! Hlakka mikið til, finnst hún rosalega skemmtileg.

Ég hef lítið saumað undanfarið. Er að dúllast í mynd sem að ég ætla að gefa í jólagjöf og sauma svona þegar ég nenni því. Einhver smá saumalægð í gangi. Ætli það sé ekki af því að mig langar að vera að sauma allt aðra hluti en þá sem að ég ætla að klára fyrir jólin ;o) En það er nú bara þessi og ein í viðbót eftir og þá er ég búin. Svo ætlar Mio minn að smíða fyrir mig ramma utan um eitthvað af þessu og svo ætla ég að kíkja í IKEA og athuga hvort að ég finni ekki einhverja ramma þar sem að ég get notað. Vildi að ég hefði efni á að láta ramma þetta allt saman inn, en því miður er það ekki valkostur.

Nokkrir dagar eftir af þessari svakalegu vinnutörn hans Mio. Hann kom ekki heim fyrr en 3 í nótt. Ég sakna hans óskaplega, en veit að þetta tekur enda og þá get ég bara knúsað hann meira. Ætlum þá að fara að jólastússast og svona. Ég nenni ekki í þetta ein, enda er ég með búðafóbíu á þessum árstíma.

2 Comments

Filed under Uncategorized

Sumarrós er…

… veik heima í dag með hita, kvef og hósta. Er óskaplega tuskuleg eitthvað greyið. Er samt kát og góð, eins og alltaf þegar hún er veik. Við erum búnar að horfa á Madagaskar, Simpsons og Family Guy og erum núna að horfa á Shrek 2. Einnig er hún búin að teikna mikið af fallegum myndum á blöðin sem að afi hennar kom með handa henni.

Ég var að fá jólakort, fyrsta jólakort þessara jóla. Það kom frá Tracy vinkonu minni í Texas sem að ég ætla að fara að heimsækja næsta sumar ásamt fleiri konum úr erlenda saumaklúbbnum mínum. Með kortinu fylgdi Silk Mori þráður frá Kreinik. Það er gjörsamlega himneskt að koma við þetta og ég hlakka mikið til að prófa að sauma með silki!

Ég skaust áðan útá pósthús og sendi jólaskrautið sem að ég bjó til fyrir jólaskrautskiptin í klúbbnum mínum. Ég set inn mynd þegar sú sem að á að fá það hefur móttekið það :o)

Jæja, ætla að hengja uppúr vélinni og setja í aðra. Sauma svo og í kvöld ætla svo Bjarki og Sigurjón frændur mínir að koma til okkar og við ætlum að horfa á Harry Potter 1 og 2. Tökum svo 3 einhverntíman seinna og ætlum svo að sjá nýjustu í bíó á milli jóla og nýárs líklega!

3 Comments

Filed under Uncategorized

Hitt og þetta…

* Ég og Bjarki frændi fórum á tónleika áðan í Fríkirkjunni með Anthony & The Johnsons. Það var gaman, gott og fallegt.

* Síðast þegar ég fór á tónleika í Fríkirkjunni var það líka með Bjarka frænda, en þá sáum við Sigur Rós.

* Sigur Rós voru betri.

* Karítas fékk pela í fyrsta skipti áðan. Hún var ekkert mjög sátt við hann :-/ En hún verður að taka hann almennilega fyrir laugardaginn því að þá er brúðkaup hjá Guffu og Sigga.

* Ég tók til í þvottahúsinu í dag. Það var sko komin tími á það og rúmlega það! Þvílík drulla!

* Mig langar alveg rosalega mikið í súkkulaðiköku akkúrat núna.

* En ég held að ég jólasveinist bara og fari svo í háttinn. Ætlaði sko að vera löngu sofnuð…

1 Comment

Filed under Uncategorized

Afmæli!

Hún á afmæli í dag!
Hún á afmæli í dag!
Hún á afmæli hún RÓSA!
Hún á afmæli í dag!

Vonandi áttu yndislegan dag ástin mín!!!!!!!

1 Comment

Filed under Uncategorized

Vá…..

… DJÖFULL RIGNIR!!!!!!!!!

Ég býð bara eftir að Örkin hans Nóa komi siglandi hérna framhjá.

Það er samt æði að sitja og sauma og knúsa lítið kríli á svona dögum. En ég sakna kallsins, á eftir að vera grasekkja næstu 2 vikurnar eða svo. Hann er að vinna frá 9 á morgnanna til amk 9 á kvöldin. Hann kom t.d. ekki heim fyrr en 2 í gærnótt. Svo að ég rétt sá hann í morgun áður en hann fór í vinnuna og hann verður örugglega lengi aftur í kvöld/nótt.

Svo að…. ef einhver vill kíkja í heimsókn, þá eru allir sem að ég þekki velkomnir og meira til :o)

4 Comments

Filed under Uncategorized

Karítas litla…

… er komin með sýkingu í augað :-/ Mér sýnist þetta samt vera betra en í gær svo að ég held bara áfram að hreinsa þetta með soðnu vatni og svo sprauta ég reglulega brjóstamjólk í augað hennar því að hún er svo græðandi. Þetta lagast, verður vonandi orðið fínt í kvöld.

Annars var nóttin frekar erfið. Karítas rumskaði oft og vildi bara láta halda á sér. Hún virkaði frekar slöpp í gærkvöldi og var ógurleg mömmustelpa, vildi bara láta halda á sér og súpa mikið. Ég mældi hana en hún var ekki með neinn hita. Ætli augað hafi ekki bara verið að pirra hana eitthvað, samt var hún ekkert að fikta í því.
Svo vaknaði Sumarrós um hálf sex og skreið uppí. Ég leyfði henni það því að hún gerir þetta nánast aldrei, en hana var að dreyma eitthvað illa og þá finnst henni gott að fá að koma og kúra hjá okkur Mio. En í staðin svaf ég ekkert eftir að hún kom uppí. Svo vaknaði Karítas um 7 leytið og fékk sér að drekka og ég fór svo af stað með Sumarrós 20 mínútum seinna og gerði hana klára í skólann og keyrði hana svo þangað rétt fyrir 8. Kom heim og lagði mig, vaknaði aftur klukkan hálf tíu, sofnaði aftur og svaf til 11.

En ég er ennþá dauðþreytt. Karítas var að sofna aftur og ég er að hugsa um að leggja mig bara aftur með henni. Mamma ætlar að sækja Sumarrós í skólann á eftir og fara að finna á hana jólaskó og eitthvað að dúllast með henni.

Já, ég nota bara tækifærið og legg mig aðeins aftur. Er sama og ekkert hvíld eftir nóttina þar sem að ég vaknaði á ca hálftíma fresti í alla nótt til annað hvort Sumarrósar eða Karítasar.

3 Comments

Filed under Uncategorized

Í dag komu…

… Rósa og Sóley Birta í heimsókn til okkar. Alltaf jafn gaman að fá þær í heimsókn og svo endurnærandi!! Við notuðum tækifærið og tókum myndir af Karítas og Sóley saman og hér er ein þeirra:

Image hosted by Photobucket.com

Algjörar dúllur sko! Svo fyndið að sjá muninn á þeim, en hann minnkar alltaf og minnkar. Ég er sko alveg viss um það að hún Sóley Birta á sko eftir að vera eldsnögg að ná henni Karítas :o)

Svo fylltist hérna húsið af fólki. Jói Biggi frændi og Hildur konan hans (og dagmamman hennar Sumarrósar) og börnin þeirra Alexandra Dröfn og Kristófer Breki. Og svo kom Snjóka frænka (mamma hans Jóa Bigga) og maðurinn hennar Dóri og sonur þeirra Eiríkur Búi og hundurinn þeirra Nína. Rosalega gaman að sjá þau öll og ég segi bara takk fyrir komuna!!!

Svo er Karítas farin að leika sér aðeins á teppinu sínu.

Image hosted by Photobucket.com

Hún er farin að geta velt sér af maganum yfir á bakið og er líka farin að grípa. Það tekur hana langan tíma að reikna út hvert hún á að setja hendurnar og svo puttana, en á endanum getur hún það. Það þarf auðvitað ekki að nefna það hvað við foreldrarnir erum stolt!

9 Comments

Filed under Uncategorized

Ég er ekki…

… alveg nógu hrifin af Mill Hill myndinni sem að ég er að sauma :-/ Held bara að ég sé búin að sauma yfir mig af Mill Hill í bili. Held að ég þurfi smá pásu frá Mill Hill. Ég er að sauma Keep Warm og er bara einhvern veginn ekki að finna mig í henni svo að ég held að ég byrji bara á annari mynd sem að ég þarf hvort eð er að klára fyrir jól. Keep Warm á/átti að vera jólagjöf, en það er sko alls ekki víst að ég eigi eftir að klára hana. Ég næ bara ekki að detta í gírinn akkúrat núna.
En hin myndin sem að ég ætla að byrja á verður rosalega sæt, svo að ég ætla bara að skella mér á hana.

Mill Hill overdose?

I think I have stitched too much Mill Hill recently. I am now stitching a kit called Keep Warm from their Holiday Series VI and I just can’t seem to get into it. I need a break from Mill Hill for a while. So I am going to start another project that I need to finish before christmas anyway. I would like to finish Keep Warm too since it was supposed to be a christmas present aswell, but I doubt that I will find the right mood to finish it before christmas :-/
Oh well, the other project is really cute, so I am just going to start it!

2 Comments

Filed under Uncategorized

Jóli…

… sæti er tilbúinn.

Það var svolítið skrítið að sauma aftur í aida. Ég hef mest verið að sauma á evenweave, hör eða pappa og er nánast alveg hætt að nota aida.

Ég þýddi textann yfir á íslensku og bætti við snjókornunum. Einnig átti ég ekki tölurnar sem að munstrið tók fram fyrir jakkann hans, en mér finnst þessar koma bara vel út. Og það er alltaf gott að geta nýtt það sem maður á til :o)

Image hosted by Photobucket.com

Lizzie*Kate Santa 2005

I just finished this one up. It is done on 14ct light blue aida. It was a little strange stitching on aida again since I have been stitching so much on linen, evenweave or perforated paper lately. I hardly ever use aida anymore.

I changed the text to Icelandic and then I added the snowflake charms. I also didn’t have the buttons for his coat that the pattern asked for so I just used what I already had.

6 Comments

Filed under Uncategorized

ÆDOL!!!

Í fyrsta skipti á ævinni er ég að missa mig úr spenningi yfir IDOL. Yfirleitt gefst ég upp eftir áheyrnarprófin. Já, ég er kjánahrollsfíkill og elska að sjá fólk gera sig að fíflum 😀

En… í kvöld keppir Erla og ég hlakka svo tiiiiiiiil að ég er að missa mig. Búin að byrja mig upp af ostapoppi, saumadóti og kóki og ætla sko að horfa á hana rúlla þessu upp! Erla er s.s. systir fyrrverandi kærasta míns, hans Arnars Steins. Og hún er frábær og hann er frábær og allir frábærir bara.

GO ERLA GO!
GO ERLA GO!
GO ERLA GO!

Ég hlakka alveg sjúklega mikið til!

*EDIT*

Oj hvað ég er fúl! Mér fannst Erla og Angela langbestar. Þessi Tinna er með alltof skræka rödd fyrir minn smekk, og svo finnst mér hún aaaaaalltof ung í þetta. En.. svona er þetta bara. Ég kaus greinilega bara ekki nógu oft :-/

5 Comments

Filed under Uncategorized