Blog Archives

Ég er að hamast…

…. við að klára Angel of Dreams þessa dagana. En það gengur frekar hægt. Ég er nefnilega að vinna með Petite Treasure Braids og þó svo að ég noti Thread Heaven þá er samt ofsalega seinlegt að vinna með þetta. Ég er farin að hlakka til að setja perlurnar á! Ég er samt nokkuð viss um að ég eigi eftir að þurfa að kaupa meira af einum lit af Petite Treasure Braid þó svo að ég hafi pantað 2 spjöld sem að var gefið upp í munstrinu.

Image hosted by Photobucket.com

En í kvöld ætla ég að vinna meira í The Quiltmaker. Ég bara nenni ekki að vinna meira í Angel of Dreams í dag! Þegar önnur hvor þessara mynda er búin, ætla ég að byrja á Fairy Grandmother. Er búin að finna til efnið og garnið og allt í hana. Allt tilbúið, nema mig langar að klára amk annað hvort stóra verkefnið fyrst. Bara svona til að friða samviskuna ;o)

1 Comment

Filed under Uncategorized