Helvítis…

… ég er búin að vera of dugleg. As in, ég er ekki búin að gera rassgat. Ég er núna búin að haltra um og kveinka mér í 5 daga eða svo. Líður hrikalega og bara þessi 10-15 skref á klósettið eru PAIN! Fór í sjúkraþjálfun og nálastungur í gær en finn ekki mikinn mun á mér í dag, enda sagði hún að það gæti tekið alveg 2 sólarhringa. Ég má ekki gera neitt, sit bara og sauma Newton og reyni að hafa það gott. Paratabs er étið 3 sinnum á dag, bara til að ég öskri ekki og hræði fólk þegar ég ákveð að hreyfa mig.

Heimasætan mín er farin til pabba síns í næstum 2 vikur :o( Það finnst mér ekki gaman, ég fór næstum að gráta í gær þegar hún fór. En hún lofaði mér að vera dugleg að hringja í mig og ég lofaði henni á móti að eignast ekki barnið fyrr en hún kæmi aftur heim. Það ætti að vera hægt. Hún hafði miklar áhyggjur af því að ég mundi bara leggjast niður og fæða barnið á mínútunni sem að hún væri farin. Ég sagði henni líka að þó svo að barnið mundi ákveða að koma á meðan hún væri í burtu, þá mundi ég auðvitað bara hringja í hana og hún kæmi aftur heim. Enda ekki eins og hún sé langt í burtu frá mér, bara í Vesturbænum.

Strákarnir mínir (Mio, Ben og Kiddi) voru svo hrikalega duglegir hérna í gær. Þeir tóku bílskúrinn allann og flokkuðu og hentu dóti í tonnavís. Svona hlutur sem að er búinn að vera aftast á merinni í öll þau ár sem að þetta hús hefur verið í fjölskyldunni. Vilborg verður rosa glöð þegar hún kemur heim. Og ég er alveg á því að það ættu allir að eiga svona stráka eins og ég, en þið megið ekki eiga mína stráka, finnið ykkar eigin :o)

Jæja… Newton er farinn að kalla. Ætla að sauma aðeins meira í honum og setja svo inn mynd seinna í dag eða í kvöld. Er nefnilega þokkalega ánægð með efnið sem að ég valdi loksins fyrir hann.

1 Comment

Filed under Uncategorized

One response to “Helvítis…

  1. Rósa Tom

    Ég bíð spennt eftir mynd af Newton… Hann er svo mikið krútt!!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s