Monthly Archives: August 2005

Jákvæðni…

Eitt af því sem að ég elska, er þegar Bjarki frændi kemur með tónlist handa mér. Hann er svo mikill snillingur þessi drengur.

Á afmælinu mínu kom hann með pokann sem að ég hafði lánað honum af minni tónlist, og kom svo með lítinn poka með diskum sem að hann vildi að ég mundi heyra. Þessi poki innihélt:

Arctic Death Ship – Kimono
Everything Ecstatic – Four Tet
Lights On The Highway
Children of Possibility – One Self
Krákan, Eivör og Tröllabundin – Eivör Pálsdóttir
A Lifetime of Temporary Relief, 10 years of B-sides & Rarities – Low
B-sides & Rarities – Nick Cave and The Bad Seeds

Já.. Hann Bjarki frændi er snillingur og mikið elskaður af mér og mínum. Hlakka til að fá hann aftur í heimsókn til mín, hvort sem að hann kemur með tónlist eður ei 😀

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Þvílík nótt…

Svaf ekki nema sirka klukkutíma frá því að við skriðum uppí rúm um hálf tólf og þar til að ég fór á fætur með Sumarrós klukkan sjö í morgun. Svo að þegar Mio var búinn að skutla henni í skólann þá skreið ég aftur uppí rúm og var að vakna núna…. 5 tímar í heildina.

Fékk smá verki á milli kl. 1 og 3 í nótt en þeir urðu aldrei neitt alvöru, en samt nógu sterkir til að ég gæti ekki sofið. Og þegar þeir voru liðnir hjá náði ég einfaldlega ekki að finna mér stöðu til að sofa í. Prófaði meira að segja að sofa hálf sitjandi í sófanum. Það gekk ekki. Þetta finnst mér eiginlega verst, að geta ekki sofið. Ég verð alveg ómöguleg í skapinu og líður bara hreint ekki vel.

Þannig að eina ferðina enn segi ég, vonandi fer þetta bara að koma :o)

Veðbankinn er ennþá opinn.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Sumir…

… eru svo mikil fífl að það hálfa væri nóg!

Oj hvað ég get stundum fyllst miklum viðbjóð af fólki!

*gubb*

2 Comments

Filed under Uncategorized

40 vikur…

… í dag! Í dag er dagurinn sem sagt. Var að koma úr skoðun og fékk sprautu í rassinn og svo kom Arnar læknir og losaði aðeins um belginn hjá mér :o) Hann sagði að það væri nú ekki venjan að gera það svona snemma, en þar sem að ég er orðin ofsalega þreytt og búin að vera með smávegis verki síðan í gær, ákvað hann að hreyfa aðeins við þessu. Þá er það bara að bíða og sjá. Hann sagði reyndar að ég væri orðin svolítið fæðingarleg í framan, smá þrútinn og svona.

Ætla að kíkja á töskuna og sjá hvort að ekki allt er þar sem að þarf að vera og fara svo að sauma bara. Slappa af og ekki gera mér vonir (hahaha).

En veðbankinn er opinn!

Hvenær heldur þú að barnið fæðist?

5 Comments

Filed under Uncategorized

Nei…

… ég er ekki búin að eiga. Bara svona svo að það sé á hreinu. 40 vikur á morgun. Skoðun á morgun.

Píparinn kom loksins í dag og braut og bramlaði og tengdi og eitthvað vesen. Svo að ég og Sumarrós flúðum heim til mömmu og pabba og erum þar ennþá. Verðum hérna í nótt því að það þurfti að taka klósettið niður heima og þar sem að ég þarf að pissa amk 340937 sinnum á nóttu, og allt er í ryki og viðbjóð heima, þá ákváðum við bara að kúra hérna. Fanney systir er svo sæt að hún ætlar að fórna rúminu sínu fyrir ófrísku systur sína :o) Enda er það miklu betra en svefnsófinn sem að mér stæði annars til boða.

Ætla að reyna að sofna fljótlega. Þarf að vakna kl.7 með Sumarrós og gera allt klárt fyrir skóladaginn. Það verður gaman að skutla henni í skólann í fyrsta skiptið! Mæting kl.8.10 takk fyrir :o)

1 Comment

Filed under Uncategorized

Próduktívur dagur..

… í saumaskapnum í dag.

Ég er búin að vera að vinna í Fairy Grandmother frá L&L undanfarna daga. Í gær komst ég svo að því að það voru 2 tákn í munstrinu sem að ég fann ekki á litalistanum. Svo að í dag fékk ég senda leiðréttingu á því og þarf að rekja upp eins og 10 spor eða svo. Það er allt í lagi, en sem betur fer fattaði ég þetta áður en lengra var haldið. Núna er ég aftur á móti með rétt munstur svo að ég get haldið ótrauð áfram. Svona lítur hún út hjá mér í dag:

Image hosted by Photobucket.com
Heildarstærð: 140 x 297 spor

Svo er ég einnig að vinna í Mini Cottages 1 eftir Michael Powell. Ég ætla að gera alla 4 á eitt stórt stykki og þetta skotgengur. Meirihlutan af þessu sem að ég er búin með gerði ég í dag. Ég var rétt búin með himininn þegar ég settist niður að sauma í hádeginu.
Image hosted by Photobucket.com
Heildarstærð: 70 x 70 spor

Og ég er búin að vera á náttfötunum í allan dag! Tengdó bauð okkur í mat svo að ég þurfti ekki einu sinni að elda! NICE!

1 Comment

Filed under Uncategorized

Náttfatadagur…

Ég held að dagurinn í dag verði náttfatadagur. Mér líður amk þannig. Er þreytt en ánægð eftir gærdaginn og langar bara að sitja og sauma og hafa það gott. Og ég held að ég geri það bara. Við tókum svo vel til fyrir afmælið að það er allt hreint og fínt hérna. Setti í eina vél áðan og er bara að bíða eftir að hún klári sig, svo ætla ég að vera bara í letinni held ég.

Ójá, það hljómar eins og plan.

2 Comments

Filed under Uncategorized