Monthly Archives: August 2005

Jákvæðni…

Eitt af því sem að ég elska, er þegar Bjarki frændi kemur með tónlist handa mér. Hann er svo mikill snillingur þessi drengur.

Á afmælinu mínu kom hann með pokann sem að ég hafði lánað honum af minni tónlist, og kom svo með lítinn poka með diskum sem að hann vildi að ég mundi heyra. Þessi poki innihélt:

Arctic Death Ship – Kimono
Everything Ecstatic – Four Tet
Lights On The Highway
Children of Possibility – One Self
Krákan, Eivör og Tröllabundin – Eivör Pálsdóttir
A Lifetime of Temporary Relief, 10 years of B-sides & Rarities – Low
B-sides & Rarities – Nick Cave and The Bad Seeds

Já.. Hann Bjarki frændi er snillingur og mikið elskaður af mér og mínum. Hlakka til að fá hann aftur í heimsókn til mín, hvort sem að hann kemur með tónlist eður ei 😀

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Þvílík nótt…

Svaf ekki nema sirka klukkutíma frá því að við skriðum uppí rúm um hálf tólf og þar til að ég fór á fætur með Sumarrós klukkan sjö í morgun. Svo að þegar Mio var búinn að skutla henni í skólann þá skreið ég aftur uppí rúm og var að vakna núna…. 5 tímar í heildina.

Fékk smá verki á milli kl. 1 og 3 í nótt en þeir urðu aldrei neitt alvöru, en samt nógu sterkir til að ég gæti ekki sofið. Og þegar þeir voru liðnir hjá náði ég einfaldlega ekki að finna mér stöðu til að sofa í. Prófaði meira að segja að sofa hálf sitjandi í sófanum. Það gekk ekki. Þetta finnst mér eiginlega verst, að geta ekki sofið. Ég verð alveg ómöguleg í skapinu og líður bara hreint ekki vel.

Þannig að eina ferðina enn segi ég, vonandi fer þetta bara að koma :o)

Veðbankinn er ennþá opinn.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Sumir…

… eru svo mikil fífl að það hálfa væri nóg!

Oj hvað ég get stundum fyllst miklum viðbjóð af fólki!

*gubb*

2 Comments

Filed under Uncategorized

40 vikur…

… í dag! Í dag er dagurinn sem sagt. Var að koma úr skoðun og fékk sprautu í rassinn og svo kom Arnar læknir og losaði aðeins um belginn hjá mér :o) Hann sagði að það væri nú ekki venjan að gera það svona snemma, en þar sem að ég er orðin ofsalega þreytt og búin að vera með smávegis verki síðan í gær, ákvað hann að hreyfa aðeins við þessu. Þá er það bara að bíða og sjá. Hann sagði reyndar að ég væri orðin svolítið fæðingarleg í framan, smá þrútinn og svona.

Ætla að kíkja á töskuna og sjá hvort að ekki allt er þar sem að þarf að vera og fara svo að sauma bara. Slappa af og ekki gera mér vonir (hahaha).

En veðbankinn er opinn!

Hvenær heldur þú að barnið fæðist?

5 Comments

Filed under Uncategorized

Nei…

… ég er ekki búin að eiga. Bara svona svo að það sé á hreinu. 40 vikur á morgun. Skoðun á morgun.

Píparinn kom loksins í dag og braut og bramlaði og tengdi og eitthvað vesen. Svo að ég og Sumarrós flúðum heim til mömmu og pabba og erum þar ennþá. Verðum hérna í nótt því að það þurfti að taka klósettið niður heima og þar sem að ég þarf að pissa amk 340937 sinnum á nóttu, og allt er í ryki og viðbjóð heima, þá ákváðum við bara að kúra hérna. Fanney systir er svo sæt að hún ætlar að fórna rúminu sínu fyrir ófrísku systur sína :o) Enda er það miklu betra en svefnsófinn sem að mér stæði annars til boða.

Ætla að reyna að sofna fljótlega. Þarf að vakna kl.7 með Sumarrós og gera allt klárt fyrir skóladaginn. Það verður gaman að skutla henni í skólann í fyrsta skiptið! Mæting kl.8.10 takk fyrir :o)

1 Comment

Filed under Uncategorized

Próduktívur dagur..

… í saumaskapnum í dag.

Ég er búin að vera að vinna í Fairy Grandmother frá L&L undanfarna daga. Í gær komst ég svo að því að það voru 2 tákn í munstrinu sem að ég fann ekki á litalistanum. Svo að í dag fékk ég senda leiðréttingu á því og þarf að rekja upp eins og 10 spor eða svo. Það er allt í lagi, en sem betur fer fattaði ég þetta áður en lengra var haldið. Núna er ég aftur á móti með rétt munstur svo að ég get haldið ótrauð áfram. Svona lítur hún út hjá mér í dag:

Image hosted by Photobucket.com
Heildarstærð: 140 x 297 spor

Svo er ég einnig að vinna í Mini Cottages 1 eftir Michael Powell. Ég ætla að gera alla 4 á eitt stórt stykki og þetta skotgengur. Meirihlutan af þessu sem að ég er búin með gerði ég í dag. Ég var rétt búin með himininn þegar ég settist niður að sauma í hádeginu.
Image hosted by Photobucket.com
Heildarstærð: 70 x 70 spor

Og ég er búin að vera á náttfötunum í allan dag! Tengdó bauð okkur í mat svo að ég þurfti ekki einu sinni að elda! NICE!

1 Comment

Filed under Uncategorized

Náttfatadagur…

Ég held að dagurinn í dag verði náttfatadagur. Mér líður amk þannig. Er þreytt en ánægð eftir gærdaginn og langar bara að sitja og sauma og hafa það gott. Og ég held að ég geri það bara. Við tókum svo vel til fyrir afmælið að það er allt hreint og fínt hérna. Setti í eina vél áðan og er bara að bíða eftir að hún klári sig, svo ætla ég að vera bara í letinni held ég.

Ójá, það hljómar eins og plan.

2 Comments

Filed under Uncategorized

Ég er glöð…

… þessi dagur er búin að vera yndislegur í alla staði.

Fólkið sem að mér þykir vænt um og elska, góðar kökur, knús, kossar, klapp á bumbu, meiri knús, pakkar og kaffi :o)

Og núna ætla ég að skunda í saumaklúbb og hafa það gott. Verð líklega ekki lengi, en langar aðeins að komast í saumó :o)

Takk allir fyrir afmæliskveðjurnar!

1 Comment

Filed under Uncategorized

Lalalalala….

Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Linda litlaskvís!
Hún á afmæli í dag!

Og mér finnst kúl að verða 27 ára þann 27.ágúst :o)
Ef bara litla afmælisgjöfin mín kæmi líka í dag, þá væri ég hamingjusamasta kona í heimi!

Búin að baka marengs, baka skúffukökuna í fyrramálið, búin að þrífa stofuna og restin verður þrifin á morgun, eftir bakstur. Ég er nefnilega svoddan subba þegar ég er að baka ;o)

Á svo von á einhverju fólki (nánustu vinir og familía) um þrjúleytið og ætla svo að skunda yfir í næstu götu í saumaklúbb á meðan Mio heldur áfram að hamast á baðherberginu. Svo veit ég ekkert, ætli maður taki því ekki bara rólega enda ekki mikil orka til annars þessa dagana.

5 Comments

Filed under Uncategorized

**TRYLLINGUR**

Helvítis píparinn kemur ekki í dag!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Djöfull er ég ógeðslega reið!

1 Comment

Filed under Uncategorized

Og biðin hefst á ný…

… eftir fjandans píparanum! Hann sagðist ætla að koma kl.8 í morgun en ekkert hefur heyrst af honum. Þetta verður spennandi, hvort að hann komi eða ekki! Hann bara verður að koma, annars fer ég að munda haglarann! Djöfull væri samt þægilegt ef að allir hefðu þessa kunnáttu bara fyrir hendi. Svona píparagen, rafvirkjagen og múrargen. Það mundi spara okkur öllum gríðarlega tíma sem að annars fer í BIÐ, svo að ég tali nú ekki um peninga!

Blogger er búinn að vera með einhverja stæla við mig undanfarið þegar ég vil setja inn myndir eða linka. Þannig að ég fór til baka á síðustu færslu og bætti inn linkunum sem að áttu að fylgja henni upphaflega. Það var gaman hjá innrammaranum í gær. Hún er svo brilliant og svo áhugasöm um það sem að ég er að gera. Segir að ég sé í uppáhaldi hjá henni útaf einni sérstakri mynd.

Ég saumaði s.s. þessa mynd handa mömmu minni og gaf henni í mæðradagsgjöf fyrir um 2 árum síðan og lét ramma hana inn hjá þessari konu sem að nú í dag sér um að ramma allt inn fyrir mig. Hún getur ekki komist yfir það hvað henni fannst þessi mynd falleg. Og hvað ég sé ofsalega góð dóttir fyrir að hafa gefið mömmu minni hana. Enda var frábært að sauma þessa mynd og hún er alveg ekta mamma sko. Svona björt og góð kona með vængi sem að saumar eins og vindurinn! Ef þið skoðið hana vel sjáið þið allt glingrið sem að er á henni. Lítil saumavél, hjarta, lykill, skæri, fingurbjörg etc.

Jájá…. hvenær ætli þessi pípari komi… Ég tryllist ef hann svíkur okkur!!!!

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Fyrsti skóladagur…

… heimasætunnar í dag. Hún var hérna með pabba sínum og var alsæl með daginn, skemmti sér vel í skólanum og hlakkaði til morgundagsins. Ég og pabbi hennar ákváðum að eyða smá summu í föt handa henni svo að nú eru þau farin að versla saman. Verður spennandi að sjá hvað þau velja :o) Ferlega skrítið að litla barnið manns sé byrjað í skóla… auðvitað finnst mér þetta æðislegt og yndislegt og allt það, en þetta er samt eitthvað svo stórt skref. Mamman er bara pínulítið ringluð yfir þessu öllu saman.

Fór í saumaklúbb til Sonju í gær. Þar var mikið af góðum konum og gaman að sjá ný andlit og þau sem að komu langt að eins og Rósu Bjarna. Vonandi hafa þessar nýju skemmt sér vel og verða duglegar að mæta í framtíðinni. Ég og Rósa Tom urðum þreyttar frekar snemma og drifum okkur heim, hún ætlaði aðeins að kíkja inn og fá einn lit hjá mér, en við auðvitað settumst í sófann og drógum aftur upp saumadótið og saumuðum aðeins saman. Bara nice sko!

Er að bíða eftir mömmsu. Hún er að koma hingað eftir vinnu og við ætlum að fara með Angel of Dreams, The Quiltmaker og Velkomin í innrömmun. Angel of Dreams er handa mér, The Quiltmaker er handa Boggu vinkonu hennar mömmu og Velkomin er handa Gyðu systur og Arnari. Kláraði það fyrir LÖNGU síðan, en hef bara ekki drattast til að klára það almennilega, s.s. setja það í ramma, púða eða eitthvað annað. “Kláraveikin” hennar Sonju kemur greinlega víða við ;o)

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Mont, myndir og meira mont….

… af því að ég á það skilið!

Ég var að klára Angel of Dreams rétt í þessu! Ég er svo montin að ég er að deyja!!!!!
Sjáið bara hvað hún er falleg!

Image hosted by Photobucket.com

Og svo eru svona up close myndir hér, hér, hér og hér.

Allt ferlið má svo sjá á þessari síðu.

5 Comments

Filed under Uncategorized

Óvæntar uppákomur….

… eru hlutur sem að ég fíla stundum og stundum ekki. Í dag fékk ég slíkt surprice þegar að ég opnaði útidyrahurðina að það munaði minnstu að ég fæddi barnið, bara right then and there!

BJ vinur minn frá NY stóð í fyrir utan hjá mér! Bara já… stóð þarna og brosti sínu yndislega brosi! Hann og kærastinn hans Simone eru hér í heimsókn. Komu seint á sunnudagskvöldið og fara næsta sunnudag. Nýttu gærdaginn í Gullfoss, Geysir og Þingvelli með Lukku og Orra og svo sagði Lukka mér að BJ hefði verið gjörsamlega friðlaus að komast í heimsókn til Lindu sinnar. Elsku gullið… hann er svo frábær! Ég var að hitta Simone í fyrsta skipti og hann virkar ofsalega vel á mig. Þeir virka líka mjög hamingjusamir saman og það er fyrir öllu. Þau komu hingað um fjögur, hálffimm og svo fór Lukka að ganga sjö út að borða með Orra og restinni af Sigur-Rós svo að BJ bað mig að elda túnfiskpastað mitt sem að er uppáhaldið hans og auðvitað gerði ég það fyrir hann :o) Sátum og borðuðum og töluðum og það var bara æðislegt! Elska þennan dreng svo mikið!

Image hosted by Photobucket.com

Þeir eru eiginlega bara nýfarnir og ég verð eiginlega að fara að koma mér í háttinn. Foreldraviðtal í fyrramálið og maður verður að vera svona nokkuð ferskur fyrir slíkt!

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Það er kominn…

… pípari í hús!!!!! Eftir “aðeins” 3ja vikna biðtíma!

Loksins, loksins fær ég tengda þvottavél og get farið að setja upp þvottahúsið mitt! Og Mio getur haldið áfram að massa baðherbergið án þess að þurfa að dratta þvottavél fram og til baka á nánast hverjum degi. Vúhú!

1 Comment

Filed under Uncategorized